Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Eta veldur enn meira manntjóni

07.11.2020 - 23:37
epa08803722 State police evacuate families from the flooded area in the municipality of San Cristobal de las Casas, in the state of Chiapas, Mexico, 06 November 2020. The rains of tropical depression Eta and cold front number 11 have left at least 80,000 affected and 12 deaths as of this Friday in the Mexican southeast, two due to drowning in Tabasco and the rest due to landslides in Chiapas.  EPA-EFE/Carlos López
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Hitabeltisstormurinn Eta heldur áfram að valda usla í Mið-Ameríku. Hann færir sig hægt norður á bóginn og er nú yfir Mexíkó. Minnst tuttugu eru látnir í Chiapas-fylki í sunnanverðu Mexíkó að sögn yfirvalda þar. Mikið manntjón varð einnig í Hondúras og Gvatemala. 23 hafa fundist látnir af völdum flóða í Hondúras, og um 150 eru taldir af eftir að aurskriða féll á þorp í Gvatemala.

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir eru hafnar í Hondúras að sögn AFP fréttastofunnar. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Gvatemala sendu þyrlur til að aðstoða við björgunarstörf. Rúmlega 16 þúsund manns hefur verið komið til bjargar í Mið-Ameríku með aðstoð björgunarbáta og þyrlna.

Eta kom að landi í Níkaragva á þriðjudag sem fjórða stigs fellibylur. Hratt dró úr styrk lægðarinnar, sem náði þó aftur styrk storms í dag.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV