Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Minnsti fjöldi smita síðan þriðja bylgjan hófst

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
19 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og hafa ekki jafnfá smit greinst frá 16. september. Tveimur dögum síðar, 18. september, greindust 75 smit og þá sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og forvarsmaður COVID- spálíkans Háskóla Íslands, að þriðja bylgja faraldursins væri hafin.

Sé upphaf hennar miðað við 18. september, eru smitin í gær minnsti fjöldi smita sem greinst hefur á einum degi frá upphafi bylgjunnar.

Mesti fjöldi smita sem greinst hefur á einum degi síðan 18. september var 5. október þegar þau voru 100, samkvæmt covid.is.