Aldrei pælt í yfirvofandi kjarnorkustríði

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll - Undirtónar

Aldrei pælt í yfirvofandi kjarnorkustríði

06.11.2020 - 13:04
Tónleikar Undirtóna halda áfram í dag, en þeir eru hluti af samnefndri þáttaröð um -kima íslensku tónlistarsenunnar sem í dag er á mikilli siglingu. Þennan föstudaginn eru það Skoffín sem stíga á stokk á einum rótgrónasta tónleikastað landsins, Gauknum.

Hættu strax að lesa og horfðu á tónleikana hér. 

Hljómsveitin Skoffín er að koma hratt inn í senuna með lifandi texta og hráa tónlist, beint úr úthverfum Reykjavíkur. Þeir hafa gefið út tvær plötur á undanförnum tveimur árum, annars vegar Skoffín bjargar heiminum og hins vegar Skoffín hentar íslenskum aðstæðum. 

Hljómsveitin Skoffín spilar pönkskotið rokk sem minnir á mörg bestu bönd níunda og snemmtíunda áratugarins hér á landi. 

Undirtónar er ný íslensk tónlistarþáttaröð úr smiðju RÚV núll. Á hverjum fimmtudegi í sex vikur kemur nýr þáttur sem fjallar um eina hljómsveit eða tónlistarmann. Á föstudögum birtum við tónleika með þessum sömu tónlistarmönnum. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Minni tónleikastaðir lífsnauðsynlegir rokkurum

Popptónlist

Skoffín - Skoffín hentar íslenskum aðstæðum