Hættu strax að lesa og horfðu á tónleikana hér.
Hljómsveitin Skoffín er að koma hratt inn í senuna með lifandi texta og hráa tónlist, beint úr úthverfum Reykjavíkur. Þeir hafa gefið út tvær plötur á undanförnum tveimur árum, annars vegar Skoffín bjargar heiminum og hins vegar Skoffín hentar íslenskum aðstæðum.
Hljómsveitin Skoffín spilar pönkskotið rokk sem minnir á mörg bestu bönd níunda og snemmtíunda áratugarins hér á landi.
Undirtónar er ný íslensk tónlistarþáttaröð úr smiðju RÚV núll. Á hverjum fimmtudegi í sex vikur kemur nýr þáttur sem fjallar um eina hljómsveit eða tónlistarmann. Á föstudögum birtum við tónleika með þessum sömu tónlistarmönnum.