Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Þrír létust í fellibyl í Níkaragva

05.11.2020 - 02:09
epa08793968 Handout photo made available by the Honduran Fire Department of rescue work in a flooded area due to Hurricane Eta, in the city of Tela in the Honduran Caribbean, 02 November 2020. Eta which strengthened overnight to become a hurricane, has increased its power in the last hours and is advancing on 02 November through the Caribbean towards Honduras and Nicaragua, the latter country where it will make landfall on the morning of 03 November. Eta now carries maximum sustained winds of 110 miles per hour (175 km / h) and is a Category 2 hurricane but about to become a 'major' hurricane, that is, with winds starting at 111 miles per hour (178 km / h).  EPA-EFE/Honduran fire department /HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES  EPA-EFE/Honduran fire department /HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Honduran fire department
Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að fellibylurinn Eta reið yfir Mið-Ameríku af miklu afli. Bylurinn mældist á fjórða og næst efsta stigi þegar hann náði landi í Níkaragva í fyrradag, þar sem hann reif tré upp með rótum, feykti niður veggjum og tætti þök af húsum við norðurströnd landsins. Vindhraði náði allt að 58 metrum á sekúndu.

Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varar enn við flóðum í Níkaragva og nágrannaríkinu Hondúras. Þar hafa um þrjú þúsund manns orðið að yfirgefa heimili sín vegna óveðursins. Aurskriður rústuðu vegum og að minnsta kosti fimm brúm á þjóðveginum á milli höfuðborgarinnar Tegucigalpa að næst stærstu borg Níkaragva, San Pedro Sula. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV