Minni tónleikastaðir lífsnauðsynlegir rokkurum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll - Undirtónar

Minni tónleikastaðir lífsnauðsynlegir rokkurum

05.11.2020 - 12:53
Hljómsveitin Skoffín er gestur Undirtóna í þessari viku. Í þættinum er spjallað við sveitina en einnig við Starra Hauksson, sem rekur einn elsta tónleikastað Reykjavíkur, Gaukinn. Á morgun, föstudag, birtist í spilara RÚV tónleikaupptaka með Skoffín, sem tekin var í tilefni þáttanna.

Hættu að lesa og horfðu á þáttinn hér. 

"Gaukurinn hefur verið til staðar fyrir tónlistarfólk í Reykjavík í hundrað þúsund ár og hefur verið gríðarlega stór vettvangur fyrir fólk eins og okkur að koma sér á framfæri," segir Jóhannes Bjarki, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Skoffín. 

Skoffín hefur undanfarið vakið athygli fyrir einstaklega skemmtilega textasmíði og líflega framkomu. 

Meðlimir hljómsveitarinnar segjast uggandi yfir fækkun tónleikastaða í Reykjavík því framkoma tónlistarmanna sé algjört lykilatriði í blómlegu listalífi borgarinnar. Ekkert komi í stað þess að koma fram á tónleikum, eða sjá lifandi tónlistarflutning. 

Horfðu á annan þáttinn af Undirtónum í heild sinni í spilara RÚV með hlekknum hér að ofan. Undirtónar eru nýir þættir úr smiðju RÚV núll þar sem Lovísa Rut Kristjánsdóttir kynnist tónlistarmönnum og -konum sem skara fram úr í nýrri íslenskri tónlist.

Tengdar fréttir

Tónlist

Ískaldar kveðjur frá Kælunni

Menningarefni

Seldu dauðan fisk á fyrstu tónleikunum