Hættu að lesa og horfðu á þáttinn hér.
"Gaukurinn hefur verið til staðar fyrir tónlistarfólk í Reykjavík í hundrað þúsund ár og hefur verið gríðarlega stór vettvangur fyrir fólk eins og okkur að koma sér á framfæri," segir Jóhannes Bjarki, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Skoffín.
Skoffín hefur undanfarið vakið athygli fyrir einstaklega skemmtilega textasmíði og líflega framkomu.
Meðlimir hljómsveitarinnar segjast uggandi yfir fækkun tónleikastaða í Reykjavík því framkoma tónlistarmanna sé algjört lykilatriði í blómlegu listalífi borgarinnar. Ekkert komi í stað þess að koma fram á tónleikum, eða sjá lifandi tónlistarflutning.