Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Jarðnæði - Oddný Eir Ævarsdóttir

Mynd: Bjartur / Bjartur

Jarðnæði - Oddný Eir Ævarsdóttir

05.11.2020 - 16:24

Höfundar

Í bókinni Jarðnæði fléttast saman margir þræðir og segist höfundurinn, Oddný Eir Ævarsdóttir, hafa reynt að láta allar raddir hennar tala saman; ekki sé hægt að tala bara um ástarsöguna eða bara náttúruverndina eða bara formið eða formtilraunirnar; allt sé þetta í raun ein tilraun.

Í Jarðnæði frá 2011 sem skrifuð er í dagbókarformi, lýsir sögumaðurinn tímabili í lífi sínu sem einkennist af leit að samastað eða kannski frekar leit að tilveruhætti, hinni réttu leið til að lifa lífinu, sem aftur tengist leit hennar að sjálfbærari lífsháttum í hugsjónabaráttu fyrir réttlátari, náttúruvænni og ástríkari heimi. Eins og flestar bækur Oddnýjar Eirar felur Jarðnæði í sér sjálfsævisögulega þætti þótt persónur beri ýmis fugla- og dýraheiti í stað nafna en hvað mikilvægust er líklega umhverfisverndarumræðan sem tekin er þar upp og á jafnvel enn meira erindi nú en fyrir tæpum áratug þegar bókin kom fyrst út.

Gestir í sunnudagsþætti verða Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegi siðfræði, og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur.