Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Frakkar herða landamæravörslu

05.11.2020 - 13:28
epa08799932 French police officers control the border crossing between Spain and France, ahead of a visit of French President Macron (not pictued) at Le Perthus, France, 05 November 2020.  EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar að herða landamæragæslu til muna vegna vaxandi hryðjuverkaógnar. Hann greindi frá því í heimsókn að landamærum Spánar og Frakklands í dag að landamæravörðum yrði fjölgað úr 2.400 í 4.800. 

Macron og Frakkar hafa mætt mikilli andstöðu í múslimaríkjum að undanförnu eftir að forsetinn sagði öfgasinnuðum múslimum og samtökum þeirra í Frakklandi stríð á hendur. Það gerði hann eftir að öfgamaður skar kennara á háls fyrir að hafa sýnt nemendum teikningar af Múhameð spámanni í kennslustund þar sem nemendurnir fengu fræðslu um tjáningarfrelsi. Nokkru síðar réðist ungur maður á fólk í kirkju í borginni Nice og myrti þrjá með hnífi.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV