Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

31% umsækjenda hefur hlotið vernd undanfarin ár

04.11.2020 - 07:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ísland er næst á eftir Svíþjóð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd á árunum 2015 til 2019, miðað við höfðatölu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Á Íslandi eru umsóknirnar 237 á hverja 100 þúsund íbúa en 257 í Svíþjóð. Hlutfallið er 82 í Finnlandi, 47 í Danmörku og 43 í Noregi samkvæmt tölum frá Eurostat, evrópsku hagstofunni.

Jákvæðar afgreiðslur á umsóknum voru 106 hér í landi en 115 á hverja 100 þúsund íbúa. Í Morgunblaðinu kemur fram að samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar hafi umsóknir um alþjóðlega vernd á árabilinu 2016 til 2020 verið 4.410 og af þeim hafi 1.352 fengið vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Það eru 31% af heildarfjölda umsækjenda en hlutfallið hafi farið hækkandi enda hafi orðið breytingar á hvaðan umsækjendur komi. Þessu til viðbótar hafi 229 svonefndum kvótaflóttamönnum verið veitt vernd á sama tímabili.