Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Sautjánda andlátið vegna COVID-19

03.11.2020 - 10:05
Mynd með færslu
 Mynd:  - Pexels
Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19, en þetta kemur fram á heimasíðu spítalans. Alls hafa nú sautján látist úr sjúkdómnum hér á landi. Tíu í fyrstu bylgunni í vor og sjö í þessari bylgju sem nú gengur yfir.

Í tilkynningu á vef Landspítala er aðstandendum hins látna vottuð samúð.

68 einstaklingar voru inniliggjandi á Landspítalanum í gær, þar af þrír á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þá voru þrír inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gær, en þeir voru ekki taldir alvarlega veikir.