Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Netflix uppfyllir langþráðan draum Ara Eldjárns

Mynd: Eggert Þór Jónsson / RÚV

Netflix uppfyllir langþráðan draum Ara Eldjárns

03.11.2020 - 18:31

Höfundar

Ari Eldjárn segir að langþráður draumur hafi ræst þegar Netflix ákvað að bjóða upp á klukkustundar langt uppistand hans. Þar gerir hann grín að Norðurlandabúum, lífinu og tilverunni. Ari vonar að margir horfi á þáttinn og jafnvel oftar en einu og oftar en tvisvar sinnum því þá aukist líkurnar á frekara samstarfi hans og Netflix. Verðið sem efnisveitan greiddi fyrir þáttinn er trúnaðarmál.

Þátturinn verður aðgengilegur 2. desember og þá geta hundrað níutíu og fimm milljónir manna í ríflega hundrað og níutíu löndum horft á hann.

„Þetta er sem sagt bara upptaka af sýningunni minni Pardon my Icelandic sem ferðaðist um heiminn með fyrir 2-3 árum. Það sem er að gerast núna er að Netflix er að fara að sýna þetta eftir mánuð. Þá verður þetta aðgengilegt út um allan heim á Netflix-veitunni. Þannig að þetta er langþráður draumur. Ég er búinn að fara með þessa sýningu ítrekað og sýna hana mjög oft en það er ákveðin kaldhæðni að árið í ár þar sem allt er stopp að það er akkúrat þá sem flestir fá að sjá hana út af þessu. Þessi sýning er náttúrulega tekin upp í fyrra og er að grunninum til meira að segja eldri. Þannig að þetta er eiginlega Blast from the past. Þetta er svona nostalgískt. Í henni má sjá alls kyns framandi hluti í dag eins og 500 manns inni í sal og enginn með neinar grímur. Þannig að þessi sýning er með því síðasta sem gert var fyrir COVID. Hún er söguleg kannski að því leyti,“ segir Ari.

Þátturinn verður aðgengilegur á Netflix 2. desember. Ari segir að hvort eitthvert framhald verði á samstarfinu við efnisveituna ráðist af áhorfinu.

„Ég vil hvetja alla Íslendinga til að taka Magna í Rockband á þetta og stilla tölvurnar á Hawaii-tíma og horfa á þennan Special-þátt, alla vega þrisvar hvert heimili,“ segir Ari.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Ari Eldjárn með þátt á Netflix

Ari Eldjárn tók ábreiðu af lagi HAM

Sjónvarp

Ari Eldjárn verður gestur í Mock the Week

Menningarefni

Grunar að Ari Eldjárn nái langt