Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Bretar telja hryðjuverkaárás yfirvofandi

03.11.2020 - 17:30
epa06369453 (FILE) - British police on dutyl during a vigil for the victims of the London Bridge terror attacks by the City Hall in London, Britain, 05 June 2017, (reissued 05 December 2017). Media reports on 05 December 2017 state that the report by David Anderson QC, a former terrorism law reviewer asked by the British Home Secretary to audit internal MI5 and police reviews, is published on 05 December 2017. The terror attacks in 2017 - at Manchester Arena, London Bridge, Finsbury Park and Westminster - has placed the spotlight on the British security services. The British internal security service MI5 and police launched internal reviews following the atrocities between March and June 2017 and the findings of the reviews looking at intelligence handling by the organisations are to be seen in the review published by the  Home Secretary.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bretar hækkuðu í dag viðbúnaðarstig úr „töluverðu“ í „verulegt“ vegna yfirvofandi hryðjuverkaárása. Á vef bresku leyniþjónustunnar MI5 kemur fram að verulegt þýði að árás verði að teljast mjög líkleg. 

Ekki er tekið fram hvort þetta sé gert vegna hryðjuverkaárásar í Vínarborg í gærkvöld þar sem stuðningsmaður vígasveita Íslamska ríkisins skaut fjóra til bana og særði fjórtán. Í síðustu viku voru tvær konur og einn karlmaður myrt í kirkju í Nice í Frakklandi og í síðasta mánuði var kennari myrtur í bæ í nágrenni Parísar. Í báðum tilvikum voru herskáir íslamistar að verki.
 

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV