Bretar hækkuðu í dag viðbúnaðarstig úr „töluverðu“ í „verulegt“ vegna yfirvofandi hryðjuverkaárása. Á vef bresku leyniþjónustunnar MI5 kemur fram að verulegt þýði að árás verði að teljast mjög líkleg.
Ekki er tekið fram hvort þetta sé gert vegna hryðjuverkaárásar í Vínarborg í gærkvöld þar sem stuðningsmaður vígasveita Íslamska ríkisins skaut fjóra til bana og særði fjórtán. Í síðustu viku voru tvær konur og einn karlmaður myrt í kirkju í Nice í Frakklandi og í síðasta mánuði var kennari myrtur í bæ í nágrenni Parísar. Í báðum tilvikum voru herskáir íslamistar að verki.