Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ari Eldjárn með þátt á Netflix

Mynd með færslu
 Mynd: Ari Eldjárn - Artist Facebook

Ari Eldjárn með þátt á Netflix

03.11.2020 - 14:59

Höfundar

Streymisveitan Netflix tilkynnti í dag að þáttar með uppistandi Ara Eldjárns væri þar að vænta á næstunni. Þátturinn heitir „Ari Eldjárn: Pardon My Icelandic“ og í lýsingu á þættinum segir að þar geri Ari grín að metingi á milli norrænna þjóða og hvernig Hollywood hefur gert þrumuguðinum Þór skil.

Þá gerir Ari sér mat úr duttlungum ungbarna, samkvæmt lýsingunni.

Þar kemur ekki fram hvenær þátturinn fer í sýningu.

Uppistandið var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravor og var þátturinn tekinn upp þar. Ari flutti uppistandið 50 sinnum fyrir fullu húsi á uppistandshátíðinni Fringe Festival í Edinborg, í Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Netflix uppfyllir langþráðan draum Ara Eldjárns