
Trump og Biden nýta síðasta sólarhringinn
Biden ætlar til nágrannaríkisins Ohio í dag – en Trump vann það ríki með átta prósentustiga mun fyrir fjórum árum. Það segir sitt um stöðuna í ár, að Kamala Harris var í Georgíu og Norður-Karólínu í gær, ríkjum sem hefðu þar til fyrir skömmu þótt utan seilingar Demókrata.
Að spennan sé jafnmikil og raun ber vitni þótt kannanir gefi til kynna að munurinn á Trump og Biden sé verulegur, segir fyrst og fremst þá sögu að enginn hafi gleymt óvæntum úrslitum fyrir fjórum árum og treysti könnunum rétt mátulega. Og jafnvel þótt þær gefi rétta mynd af fyrirætlan kjósenda, þurfa þeir kjósendur þá líka að geta kosið og atkvæði þeirra að vera talin. En deilur um það eru þegar hafnar um það og lögfræðingar beggja flokkar takast á næstu daga í nokkrum lykilríkjum. Covid-faraldurinn gæti líka sett strik í reikning kjósenda á kjördag – og þar með hnikað úrslitunum frá því sem kannanir gefa til kynna.
Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington.