Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Hann er ekkert mikið að reyna á sig“

This undated photo made available by Julius Nielsen on Aug. 11, 2016 shows a Greenland shark slowly swimming away from a boat, returning to the deep and cold waters of the Uummannaq Fjord in northwestern Greenland during tag -and- release program in Norway and Greenland. In a report released Thursday, Aug. 11, 2016, scientists calculate this species of shark is Earth’s oldest living animal with a backbone. They estimate that one of those they examined was born roughly 400 years ago, about the time of the Pilgrims in the U.S., and kept on swimming until it died only a couple years ago. (Julius Nielsen via AP)
 Mynd: AP - Julius Nielsen
Engin merki voru um öldrun í heila 245 ára hákarls, sem veiddist vestur af landinu árið 2017. Þetta sýnir rannsókn Hafrannsóknastofnunar. Þá voru engin merki um taugahrörnun í hákarlinum. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að þetta sé vegna lífshátta hákarlsins. Ekki sé ráðlagt að menn taki upp svipaðan lífsstíl til að hægja á öldrun. 

Hákarlar ná hæstum aldri allra hryggdýra og geta orðið allt að 4-500 ára. Hafrannsóknastofnun rannsakaði hákarlinn til að kanna hvort greina mætti svipuð áhrif öldrunar í heila hákarla eins og þekkt eru í heilum manna.

Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, segir að vísindamönnum hafi leikið forvitni á að vita hvort þeir myndu sýna svipuð merki öldrunar og sjást til dæmis hjá mönnum. „Það voru eiginlega engin merki um próteinútfellingar og æðakölkun eins og finnast hjá mönnum og rottum við háan aldur og engin merki um taugahrörnun,“ segir Guðmundur.

Hann segir að tveir þættir séu taldir valda þessu. Hákarlinn sé í stöðugu umhverfi í fjögurra stiga heitum sjó og hann hreyfi sig mjög hægt og því séu efnaskipti hans hæg.

„Þannig að hann er ekkert mikið að reyna á sig. Einnig eru vísbendingar um að blóðþrýstingur hans sé mun lægri en hjá öðrum hákarlategundum. Lykillinn að langlífi hákarlsins virðist vera að hann hreyfir sig lítið og heldur sig í kulda og myrkri.“

Væri hægt að heimfæra þetta á okkur? „Ég efast stórlega um það. Ég myndi ekki mæla með því að fólk héldi sig í fjögurra gráðu heitum sjó til langs tíma,“ segir Guðmundur.