Beyoncé gefur tekjur sínar í baráttuna gegn COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd: beyonce.com

Beyoncé gefur tekjur sínar í baráttuna gegn COVID-19

02.11.2020 - 11:48
Tónlistarkonan Beyoncé prýðir forsíðu desemberútgáfu hins virta tískutímarits Vogue í Bretlandi. Í ítarlegu viðtali við Edward Enninful, ritstjóra breska Vogue, segir Beyoncé að líf sitt hafi breyst vegna heimsfaraldursins sem nú geysar yfir og hún hafi fundið innri ró í öllum hamagangnum.

Viðtal breska Vogue við tónlistarkonuna Beyoncé tæpir á mörgum atriðum í lífi hennar, en fyrst og fremst er farið yfir afrek og útgefið efni á árinu – hvort sem um ræðir Black is King sjónrænu plötuna sem Beyoncé sendi frá sér í sumar, eða nýja línu tískuvörumerkis hennar Ivy Park. 

Spurð um áhrif COVID-19 á líf sitt segir Beyoncé að hún hafi fyrst og fremst ákveðið að taka því rólega með fjölskyldunni. Þó hefur stór hluti tekna hennar runnið í baráttuna gegn heimsfaraldrinum en allur ágóði lagsins Savage sem hún gaf út með Megan Thee Stallion rann til þeirra sem veikst hafa. 

Ég vann með kirkjunni í Houston Texas, móður minni og Jack Dorsey [forstjóra Twitter] við að gera skimun aðgengilega fyrir íbúa Houston, sérstaklega þá sem búa á fjárhagslega ótryggum svæðum, sem höfðu líkast til engan aðgang að skimun á þeim tímapunkti. Ég vann með sjúkrahúsi í Houston og styrkti þá um aðföng og hvað eina sem þau þurftu til að hjúkra hinum veiku. 

segir Beyoncé meðal annars í viðtalinu. 

Viðtali Vogue við tónlistarkonuna fylgir glæsilegur tískuþáttur en fremstu hönnuðir heims hönnuðu sérstaklega flíkur á Beyoncé við tækifærið. Meðfylgjandi eru nokkrar þeirra mynda sem birst hafa úr tímaritinu á samfélagsmiðlinum Instagram undanfarna daga: 

Beyonce í kjól eftir Cristopher John Rogers og Agent Provocateur þveng. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

British Vogue December 2020

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

Íklædd eigin fatalínu, Ivy Park, sem gefin er út í samstarfi við Adidas. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

British Vogue December 2020

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

Í nylon-samfestingi frá tískuhúsinu Mugler

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

British Vogue December 2020

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

Beyoncé í fallegri flík eftir Alexander McQueen

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

British Vogue December 2020

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

Tengdar fréttir

Tónlist

Sjónræn plata Beyoncé upphefur sögu og menningu svartra

Popptónlist

Ný mynd Beyoncé skilaboð inn í mótmælaöldu svarts fólks

Með þrjár plötur á Billboard listanum á árinu