Mynd: RÚV - Ljósmynd

Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.
26 ný smit, tíu ekki í sóttkví
02.11.2020 - 11:01
26 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tíu ekki í sóttkví. Sex smit greindust á landamærunum og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr einni sýnatöku þar frá því fyrr í vikunni. Nýgengi innanlandssmita er 198, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 202,3.
Nýgengi landamærasmita er 23,5.
71 er nú á sjúkrahúsi með COVID-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu.
Alls hafa 16 látist af völdum sjúkdómsins frá því að faraldurinn kom upp hér á landi, þar af sex núna í þriðju bylgju hans.