Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Hafði engin tengsl við hryðjuverkahópa

01.11.2020 - 15:42
Police cars block the Saint-Louis Street near the Chateau Frontenac early Sunday, Nov. 1, 2020 in Quebec City, Canada. Police in Quebec City early Sunday arrested a man on suspicion of killing two people and injuring five others in a stabbing rampage near the provincial legislature on Halloween. (Jacques Boissinot/The Canadian Press via AP)
 Mynd: AP
Karlmaður á þrítugsaldri sem stakk tvo til bana og særði fimm í árás í Quebec í gærkvöld hefur engin tengsl við hryðjuverkahópa. Robert Pigeon lögreglustjóri Quebec borgar greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Hann segir að hryllingur hefði einkennt gærkvöldið. Maðurinn hefði komið til Quebec í þeim tilgangi að drepa eins marga og hann gæti. 

Allt bendi til þess að maðurinn, sem var vopnaður japönsku sverði, hafi valið fórnarlömb sín af handahófi. Hann var handtekinn snemma í morgun. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV