Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Færeyingar eiga óhikað að geta haldið jólaveislur

Mynd með færslu
 Mynd: Stig Nygaard - WikiCommons
Dr. Bjarni á Steig, yfirlæknir á Landssjúkrahúsinu í Færeyjum, telur landsmenn ekki þurfa að sleppa jólamatarveislum þetta árið en hvetur þó til varkárni.

Hann segir í viðtali í þættinum Dagur og vika í Kringvarpinu að lærdómurinn sem draga megi af frestun ferminga í vor staðfesti að fámennar veislur auki ekki hættuna á útbreiðslu kórónuveirunnar.

Því leggur Bjarni hart að Færeyingum að láta duga að halda litlar veislur því fjölmennir viðburðir geti hæglega boðið hættunni heim. Færeyingar hafa velt nokkuð fyrir sér hvernig jólin verði þetta árið en þessi orð yfirlæknisins virðast taka af öll tvímæli um að fjölskyldur geti hist og haldið gleðileg jól.

Bjarni á Steig segir ungu fólki sem kemur til Færeyja til að halda þar jól beri að hafa í huga að það þurfi fara í tvær skimanir, þá síðari á sjötta degi eftir komuna til eyjanna.