Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Yfir 400.000 dáin af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku

31.10.2020 - 06:17
epa08778143 Patients are evacuated from one of the pavilions of the Federal Hospital of Bonsucesso, to a nearby workshop, in Rio de Janeiro, Brazil, 27 October 2020. Some 200 patients were evacuated from one of the pavilions of the Federal Hospital of Bonsucesso, one of the reference medical centers in the Brazilian city of Rio de Janeiro, due to a fire that destroyed part of their warehouse and firefighters control after the fire.  EPA-EFE/ANTONIO LACERDA
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfir 400.000 manns hafa nú dáið af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og Karíbahafsríkjum í norðri til suðurodda Argentínu og Chile í suðri. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru dauðsföllin orðin 400.524 samkvæmt frétt AFP, sem byggð er á opinberum gögnum frá öllum ríkjum þessa heimshluta.

Flest eru dauðsföllin í Brasilíu, eða 159.477. Næst kemur Mexíkó, þar sem rúmlega 91.000 hafa látið lífið í faraldrinum. Langt er í næstu ríki á þessum dapurlega lista; í Perú eru dauðsföllin rúmlega 34.000, 31.400 hafa dáið úr COVID-19 í Kólumbíu svo staðfest sé og tæplega 31.000 í Argentínu.