Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Skjálfti af stærðinni 3,0 norður af Siglufirði

31.10.2020 - 06:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Jarðskjálfti af stærðinni þrír varð skömmu fyrir klukkan fimm í morgun, um 27 kílómetra norð-norð-austur af Siglufirði. Tveir litlir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Óróasamt hefur verið út af Norðurlandi og á Tjörnesbeltinu síðustu vikur og mánuði, en þó hefur dregið talsvert úr virkni þar nyrðra upp á síðkastið. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV