Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Macron segir Tyrki herskáa í garð bandamanna í NATÓ

epa08518760 French President Emmanuel Macron addresses the closing press conference of the G5 Sahel Summit in Nouakchott, Mauritania, 30 June 2020. The leaders of the G5 Sahel West African countries and their ally France are meeting to confer over their troubled efforts to stem a jihadist offensive unfolding in the region, six months after rebooting their campaign in Pau, southwestern France.  EPA-EFE/LUDOVIC MARIN / POOL  MAXPPP OUT
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir Tyrki undir forystu Receps Tayyip Erdogans herskáa í garð bandamanna sinna í Atlantshafsbandalaginu. Frakklandsforseti lét þessi orð falla í viðtali á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni í dag.

Macron sagði að draga myndi úr spennu ef Tyrklandsforseti sýndi virðingu, léti af móðgunum sínum og segði satt. Þeirri virðingu ætti hann að beina að Frakklandi og Evrópusambandinu og gildum þeirra.

Frakklandsforseti fordæmdi framkomu Tyrkja í Sýrlandi og Líbíu og benti á að frönsk yfirvöld hefðu vottað þeim tyrknesku samúð sína vegna jarðskjálftans banvæna sem varð í gær. Jafnframt hefði Tyrkjum verið boðin hver sú hjálp sem þyrfti.

Hörð mótmæli hafa brotist út í ýmsum ríkjum múslima undanfarna daga eftir að Macron hét því að berjast gegn samtökum öfgasinnaðra múslima og láta loka moskum þeim tengdum. 

Macron sagðist hafa áttað sig á heimsveldistilburðum á Miðjarðarhafssvæðinu, sem hann taldi ekki boða gott. Grunnt hefur verið á því góða með Tyrkjum og Frökkum um nokkurra vikna skeið en í dag var þó tilkynnt að sendiherra Frakka myndi snúa aftur til Ankara.

Hann var kallaður heim eftir að Erdogan viðhafði móðgandi ummæli um Macron. Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakklands segir sendiherrann munu funda með tyrkneskum stjórnvöldum og krefjast skýringar á viðhorfi þeirra til banvænna árása á franska borgara að undanförnu.