Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Feiknarstormur skellur á Filippseyjum

31.10.2020 - 23:37
Erlent · Hamfarir · Asía · fellibylur · Filippseyjar · Veður
epaselect epa08788956 Filipino villagers rest inside a school in Naga city, Camarines Sur, Philippines, 31 October 2020. According to reports, typhoon Goni is now a super typhoon with its winds forecasted to reach 249 kilometers per hour. Goni is expected to make landfall in southern Luzon island and make its way through Central Luzon on Sunday evening or Monday morning according to the local weather bureau.  EPA-EFE/FRANCIS R MALASIG
Hér hefur lítil fjölskylda frá sjávarþorpi við suðausturströnd Luzoneyju leitað skjóls í neyðarathvarfi í skóla í Naga-borg Mynd: EPA-EFE - EPA
Fellibylurinn Goni skall í kvöld á eyjunni Catanduanes við suðausturodda Luzon, stærstu eyju Filippseyja. Goni er fimmta stigs fellibylur og hefur meðalvindhraði mælst allt að 62 metrar á sekúndu á síðustu klukkustundum. Allt að milljón manns hefur yfirgefið heimili sín á Luzon-eyju sunnanverðri, og forðað sér í öruggt skjól.

Næstu tólf klukkustundirnar, segir filippeyska veðurstofan, má reikna með „fárviðri með ofsaroki og mjög mikilli eða jafnvel fossandi rigningu" í Bicol-héraði, sem nær yfir suðurhluta Luzon og Catanduanes. Varað er við flóðum og aurskriðum á hamfarasvæðinu og allt að þriggja metra háum sjávarflóðum á austurströnd þess.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV