Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Allt að 400.000 mótmæltu í Varsjá og víðar í Póllandi

31.10.2020 - 01:38
epa08786678 Thousands of people gather in the city center as they take part in the 'March on Warsaw' protest against the tightening of the abortion law in Warsaw, Poland, 30 October 2020. Thousands of protesters from all over the country gather in the capital of Poland to take part in a mass protest 'March on Warsaw' to protest against tightening the abortion law. Nationwide protests sparked when Poland's Constitutional Tribunal on 22 October ruled that laws currently permitting abortion due to foetal defects are unconstitutional. Explaining its verdict, the court said that human life was of value in every development phase, and should therefore be protected by law.  EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Allt að 400.000 manns mótmæltu breytingum á pólskum lögum um þungunarrof í dag. Fjölmennust voru mótmælin í höfuðborginni Varsjá, þar sem mótmælendur voru um 180.000 talsins samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna, en lögregla segir þá hafa verið um 50.000.

Mótmælin í dag voru þau níundu í röð á jafn mörgum dögum og tugir þúsunda söfnuðust saman í öðrum borgum Póllands til að mótmæla boðaðri löggjöf, sem verður ein sú alstrangasta sem um getur í Evrópu.

 

epa08786896 A woman holds a banner that reads 'Women's strike' as people take part in a protest against the tightening of the abortion law in Warsaw, Poland, 30 October 2020. Poland's Constitutional Tribunal on 22 October ruled that laws currently permitting abortion due to foetal defects are unconstitutional. Explaining its verdict, the court said that human life was of value in every development phase, and should therefore be protected by law.  EPA-EFE/Leszek Szymanski POLAND OUT
Rauður þrumufleygur er einkennismerki mótmælanna gegn þungunarrofslöggjöfinni, og orðin Strajk Kobiet eða Kvennaverkfall fylgja oftar en ekki með. Mynd: EPA-EFE - PAP

Segja þungunarrof vegna fósturgalla í bága við stjórnarskrá

Sjórnarskrárdómstóll Póllands úrskurðaði nýverið að fóstureyðingar á grundvelli fósturgalla samræmdust ekki stjórnarskrá landsins og nú á að breyta lögum til samræmis við það. Þungunarrof verður nú aðeins heimilt, ef líf móðurinnar telst í hættu eða þungunin er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells.

Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og lýsti talsmaður Póllandsforseta, Andrzej Duda, yfir ánægju með niðurstöðuna en flokkur hans, Lög og réttlæti, PiS, skipaði ellefu af tólf dómurum við dómstólinn. Forseti réttarins er Julia Anna Przyłębska. Flokkurinn hefur barist gegn fóstureyðingum, glasafrjóvgunum og hjónaböndum samkynhneigðra.

Langflestar fóstureyðingar í fyrra voru framkvæmdar á grundvelli fósturgalla en löggjöf um fóstureyðingar frá 1993 var þegar ein sú strangasta í Evrópu.