Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Walmart fjarlægir byssur úr hillum verslana til öryggis

epa08548268 A Walmart shopper wears a mask as protection against the coronavirus as she exits a Walmart Supercenter in Fairfax, Virginia, USA, 15 July 2020. The retailer announced it will require customers nationwide to wear face masks inside their stores beginning 20 July to help stem the spread of COVID-19.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: epa
Öll skotvopn og tilheyrandi skotfæri hafa verið fjarlægð úr hillum verslana Walmart-keðjunnar bandarísku, af ótta við óeirðir og átök í aðdraganda og eftirleik forsetakosninganna næsta þriðjudag. Viðskiptavinir verslanakeðjunnar geta áfram keypt byssur, en geta ekki gripið þær úr hillunum eins og venjan er, heldur þurfa að bera sig sérstaklega eftir þeim hjá afgreiðslufólki.

Ákvörðun um þetta var tekin eftir að dráp lögreglu á blökkumanni í Fíladelfíuborg leiddi til mótmæla síðar uppþota, þar sem ráðist var inn í nokkrar verslanir. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að ekki hefur verið ákveðið hvenær skotvopnunum verður aftur raðað í hillurnar.

Ekki í fyrsta skipti sem byssur eru teknar úr hillum Walmart í varúðarskyni

Byssur eru að jafnaði seldar í um helmingi þeirra 4.700 verslana sem Walmart rekur í Bandaríkjunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórnendur keðjunnar grípa til þessa ráðs. Síðast var það gert eftir dráp lögreglunnar í Minneapolis á blökkumanninum George Floyd í sumar. Þá brutust víða út hörð mótmæli sem sumstaðar þróuðust út í óeirðir þar sem fólk réðist meðal annars inn í verslanir og rændi og ruplaði.