Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Sjö stiga skjálfti við strönd Tyrklands

30.10.2020 - 13:17
Izmir er þriðja fjölmennasta borg Tyrklands. Hún er við strendur Eyjahafs og gjarna sögð vestrænasta borg landsins.
Izmir er þriðja fjölmennasta borg Tyrklands. Hún er við strendur Eyjahafs og gjarna sögð vestrænasta borg landsins. Mynd: Wikimedia Commons - TARIK GANDUR
Öflugur jarðskjálfti, allt að sjö að stærð, varð undan strönd Tyrklands á tólfta tímanum í dag. Minnst sex byggingar í tyrknesku borginni Izmir eyðilögðust og nokkrar skemmdust á grísku eynni Samos. Ekki liggur fyrir hvort manntjón hafi orðið.

Upptök skjálftans voru í Eyjahafi, um sautján kílómetrum frá Izmir, og á um sextán kílómetra dýpi. Íbúar grísku höfuðborgarinnar Aþenu og tyrknesku borgarinnar Istanbúl fundu vel fyrir skjálftanum.

Tyrkland og Grikkland liggja á flekaskilum og eru jarðskjálfar því algengir þar. Um sautján þúsund fórust í skjálfta sem reið yfir Izmir árið 1999. Í byrjun þessa árs létust rúmlega þrjátíu í skjálfta í borginni Sivrice í austurhluta Tyrklands.

Myndskeið á samfélagsmiðlum sýna flóðbylgju sem reið yfir Izmir í kjölfar skjálftans.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV