Segja sigur unninn á COVID-19 þótt smitum fjölgi hratt

A woman carries a box of donated food after waiting in a long line to receive it during a food donation event for residents of the Corona neighborhood of the Queens borough of New York, Tuesday, Oct. 27, 2020. U.S. Rep. Ocasio-Cortez, D-N.Y., joined two other politicians and a state assembly candidate along with representatives of Make the Road NY, a Queens-based community organization dedicated to building the power of working class and immigrant communities handing out food in the area, which was hard hit by the coronavirus. (AP Photo/Kathy Willens)
Íbúi í Queens í New York sækir matargjöf. Gripið hefur verið til margvíslegra sóttvarnaaðgerða í New York til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 og til stendur að herða enn á takmörkunum þar sem veiran er aftur í sókn í borginni. Mynd: AP
Yfir 91.000 manns greindust með COVID-19 í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni fyrr. Smitum fer fjölgandi í 47 af 50 ríkjum Bandaríkjanna og COVID-19 teymi Hvíta hússins varar við því að landið sé í heljargreipum veirunnar og hvetur til harðra sóttvarnaaðgerða. Vísinda- og tækniráð Hvíta hússins greinir hins vegar frá því að Bandaríkjaforseti hafi bundið enda á farsóttina.

9 milljónir smitaðar og nær 230.000 látin

Nær níu milljónir COVID-19 smita hafa verið staðfest í Bandaríkjunum til þessa, samkvæmt gögnum Johns Hopkins-háskólans, en samkvæmt tölfræðivefnum Worldometers eru þau orðin 9.2 milljónir.

Johns Hopkins skráði 91.295 ný tilfelli í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi. Rúmlega 1.000 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í gær og nálgast þau nú að vera 230.000.

Anthony Fauci: Grafalvarleg staða

Í New York, þar sem fyrsta bylgja farsóttarinnar kostaði yfir 30.000 mannslíf, er önnur bylgja skollin á af fullum þunga, þar eru 2,7 prósent allra tekinna sýna jákvæð í stað eins prósents áður, og í nágrannaríkinu New Jersey er hlutfall jákvæðra sýna 6,5 prósent.

Níu ríki tilkynntu metfjölda smita síðasta sólarhringinn og í 47 ríkjum fer smitum fjölgandi. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og meðlimur í COVID-teymi Hvíta hússins, segir stöðuna grafalvarlega og þróun mála þvert á það sem að var stefnt.

Hvíta húsið: Trump og ríkisstjórnin hafa stöðvað farsóttina

Á lista sem vísinda- og tækniskrifstofa Hvíta hússins birti í vikunni yfir helstu afrek Donalds Trumps og ríkisstjórnar hans á sviði tækni og vísinda á kjörtímabilinu trónir hins vegar í efsta sæti sigur forsetans á COVID-19 heimsfaraldrinum. Þar segir að allt frá byrjun farsóttarinnar hafi ríkisstjórnin    „tekið afgerandi skref til að virkja vísindamenn og heilbrigðisstarfsfólk í háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og stjórnsýslunni til að skilja, lækna og sigra sjúkdóminn.“