Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Þjóðleikhúsið býður börnum í leikhús

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV

Þjóðleikhúsið býður börnum í leikhús

29.10.2020 - 12:18

Höfundar

Þjóðleikhúsið býður börnum og ungmennum, í samráði við grunn- og leikskóla, á barnasýningar í leikhúsinu meðan sýningarhald er takmarkað.

Næstu vikur verður sýningarhald takmarkað í Þjóðleikhúsinu eins og öðrum sviðslistastofnunum.

Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að börnum og ungmennum verði þó boðið á sýningar með skólum sínum. Sýnt verður á virkum dögum í nóvember og desember í nánu samráði við skólana og með öllum ítrustu varúðarráðstöfunum í samræmi við tilmæli yfirvalda. 

Leiksýningarnar sem börnunum verður boðið á eru Leitin að jólunum, aðventusýning Þjóðleikhússins eftir Þorvald Þorsteinsson sem notið hefur vinsælda síðustu 15 ár, og sýningin Ég get eftir Peter Engkvist.

Þjóðleikhúsið hyggst bjóða upp á fleiri verkefni á næstu vikum meðan á samkomubanni stendur og verða þau kynnt bráðlega. Jafnframt standa yfir æfingar á nokkrum sýningum og starfsfólk leikhússins hlakkar til að geta hafið sýningar á nýjan leik á Kardemommubænum, Upphafi, Kópavogskróniku og Þínu eigin leikriti – Tímaferðalagi.   

Frekari upplýsingar um sýningarnar má finna á vef Þjóðleikhússins.

Tengdar fréttir

Leiklist

Upphafið markar upphaf leikársins í Þjóðleikhúsinu

Leiklist

Fjögur ný íslensk leikrit valin í Hádegisleikhúsið

Leiklist

Einn stærsti menningarviðburður 20. aldar