Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

„Setja okkur í stórhættu með aksturslagi sínu“

29.10.2020 - 15:15
Mynd með færslu
 Mynd: Feykir.is - RÚV
Tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga í nágrenni vinnusvæðis við Héraðsvatnabrú. Þar af hafa átta misst ökuréttindi. Verktakinn á svæðinu segir ökumenn sýna starfsmönnum litla virðingu.

Ók á þreföldum hraða

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að átta þeirra sem teknir voru hafi ekið á sviptingarhraða og þar með misst bílprófið. Sá sem hraðast ók var á þreföldum leyfilegum hámarkshraða. 

„Þess skal getið að þarna er heimild frá Vegagerðinni um að loka annarri akreininni á brúnni.  Hraði hefur verið tekinn niður í 30km/klst yfir brúna og merkingar verktaka eru til fyrirmyndar að mati lögreglu. Ekki ætti að fara fram hjá nokkrum manni að þarna er hraði tekinn niður og að þarna er um vinnusvæði að ræða,“  segir í tilkynningu. 

„Setja okkur í stórhættu“

Það er verktakafyrirtækið Vinnuvélar Símonar sem sér hefur um verkið. Í færslu sem verktakinn birti á Facebook fyrr í dag segir að margir ökumenn hafi sýnt starfsmönnum fyrirtækisins litla virðingu. „Mér finnast sumir vegfarendur sýna okkar fólki mjög litla virðingu og setja okkur í stórhættu með aksturslagi sínu og ætla svo að kenna lélegum merkingum um! Það á ekki við rök að styðjast,“  segir í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan. 

Mynd með færslu