Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Manntjón og eyðilegging eftir fellibyl í Víetnam

29.10.2020 - 13:26
Erlent · Asía · fellibylur · Víetnam · Veður
epa08779884 Water surrounds houses after typhoon Molave made landfall, in Hoi An, Quang Nam province, Vietnam, 28 October 2020. Molave made landfall on 28 October in Quang Ngai province, approximately 100 kilometers south of Hoi An.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fellibylurinn Molave hefur orðið að minnsta kosti 21 að bana á leið sinni yfir miðhluta Víetnams. Tuga til viðbótar er saknað. Skriður hafa fallið vegna hellirigningar og þök svipst af níutíu þúsund íbúðarhúsum. Mörg eru ónýt.

Þegar óveðrið náði landi sunnan við borgina Danang var vindhraðinn fjörutíu metrar á sekúndu. Nokkuð hefur dregið úr honum síðan og flokkast Molave nú sem hitabeltislægð.

Hundruð björgunarmanna leita að fólki sem saknað er. Hermenn eru þeirra á meðal. Þeir notast við stórvirkar vinnuvélar til að komast að tveimur þorpum þar sem skriður lokuðu vegum. 26 fiskimenn eru meðal þeirra sem saknað er. Herþyrlur og herskip eru við leit að bátum þeirra. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV