Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Lést á Landspítala vegna COVID-19

29.10.2020 - 09:54
Mynd með færslu
 Mynd:  - Pexels
Sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu spítalans. Alls hafa 13 látist af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldursins.

Í tilkynningu á vef Landspítala er aðstandendum hins látna vottuð samúð.

Þetta er þriðja andlátið vegna COVID-19 í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins og annar dagurinn í röð sem andlát verður á spítalanum vegna sjúkdómsins, en í gær var tilkynnt um andlát einstaklings á níræðisaldri.

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir