Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Grunur um fjárdrátt í Skálatúni

29.10.2020 - 15:55
Mynd með færslu
 Mynd: Oddur Ben - wikimedia commons
Starfsmaður Skálatúns í Mosfellsbæ er grunaður um að hafa tekið peninga úr rekstri heimilsins. Starfsmaðurinn var launafulltrúi og bókari í Skálatúni.

Þórey Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Skálatúns. Hún staðfestir að starfsmaður sé grunaður um að hafa tekið peninga frá Skálatúni til að nota fyrir sjálfan sig. Í Skálatúni búa um 40 manneskjur með þroskahömlun. Þar eru líka sem vinnustofur, þjálfun og afþreying fyrir fólk með þroskahömlun.

Þórey getur ekki sagt hversu mikla peninga starfsmaðurinn er grunaður um að hafa tekið. Starfsmaðurinn fór í leyfi í september. Þórey segir að nú þurfi að gera nánari athugun á málinu. Eftir það verður ákveðið hvort málið verður kært til lögreglu.

Þórey tekur fram að ekki sé talið að peningar hafi verið teknir frá íbúum í Skálatúni, heldur aðeins úr rekstri Skálatúns.

 

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur