Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Armenar og Aserar hvattir til friðarviðræðna

29.10.2020 - 09:56
epa08781484 An elderly woman and a girl mourn during the funeral of seven-year-old Aysu Iskenderova who was killed on 27 October allegedly by Armenian shelling in the village of Garayusifli near Barda, Azerbaijan, 28 October 2020. Armed clashes erupted on 27 September 2020 in the simmering territorial conflict between Azerbaijan and Armenia over the Nagorno-Karabakh territory along the contact line of the self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic (also known as Artsakh).  EPA-EFE/AZIZ KARIMOV
Syrgjendur við jarðarför í Aserbaísjan í fyrradag þar sem borin var til grafar sjö ára stúlka sem féll í árás Armena. Mynd: EPA-EFE - EPA
Evrópusambandið hvatti í morgun til friðarviðræðna milli Armeníu og Aserbaísjan og sagði það ólíðandi að enn væri barist eftir að þrívegis hefði náðst samkomulag um vopnahlé sem hefði verið brotið jafnharðan.

Stórskotaliðsárásir voru gerðar á báða bóga í gær og féllu sprengjur í tugatali á Stepanakert, stærstu borgina í Nagorno-Karabakh. 

Aserar segja Armena hafa bæði skotið á þéttbýl svæði og bækistöðvar aserska hersins við landamæri ríkjanna. Almennir borgarar féllu í árásunum beggja vegna landamæranna í gær. 

Minsk-hópurinn svokallaði á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, hefur haft milligöngu í viðræðum um vopnahlé milli ríkjanna, en þar eru fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og Rússlands.

Til stóð að þeir funduðu með utanríkisráðherrum Armeníu og Aserbaísjan í Genf í dag, en óvíst er hvort af því verði. Tyrkir sem stutt hafa Asera krefjast þess að fá að vera með í friðarumleitunum milli ríkjanna.