Tólf hafa nú látist úr COVID-19

28.10.2020 - 17:26
epa08376590 An exhausted health worker in protective gear take a rest during a free coronavirus community screening service in Kuala Lumpur, Malaysia, 22 April 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/AHMAD YUSNI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ein manneskja lést úr COVID 19 í gær. Því hafa nú 12 dáið úr sjúkdómnum á Íslandi.

Mörg smit hafa greinst í fólki sem er 80 ára og eldra. Það er meðal annars vegna þess að hópsýking kom upp á Landakoti í síðustu viku. Á Landakoti er öldrunarlækningadeild Landspítalans. Margir sjúklingar þar smituðust.

Í gær voru greind 86 ný kórónuveirusmit á Íslandi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki kominn tími til að draga úr sóttvarnaaðgerðum. Hann segist vera svartsýnni en hann var í síðustu viku.

„Ég var mjög bjartsýnn í síðustu viku, mér fannst við vera á góðri leið og aðgerðirnar sem gripið var til í byrjun mánaðar, og voru svo hertar fyrir rúmri viku. Ég hafði góðar vonir um að það væri að skila þeim árangri sem vonast var til,“ segir Þórólfur.

Hópsmitum, þar sem margir smitast úr sama hópi á sama tíma, hefur fjölgað. Auk Landakots eru hópsmit í nokkrum grunnskólum. Hópar fólks hafa komið frá útlöndum með smit. Og Landspítalinn er á neyðarstigi. Þar er nú mikið álag.

Þórólfur segir að sóttvarna-aðgerðir verði mögulega hertar meira.

Hann minnir á að allir ættu að forðast hópamyndun og sameiginlega snertifleti, nota grímur og gæta að hreinlæti og sprittun.