Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þyrla aðstoðar við leit að manni á Austurlandi

28.10.2020 - 22:59
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Björgunarsveitir af Austurlandi voru kallaðar út klukkan átta í kvöld til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina og þá er von á sporhundi frá Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá slysavarnafélaginu Landsbjörg eru tíu hópar við leit á svæðinu, bæði gangandi og með drónum.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV