Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Telja varhugavert að barn geti sjálft breytt nafni sínu

28.10.2020 - 15:09
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Barnaverndarstofa telur varhugavert að barn geti breytt nafni sínu án aðkomu forsjáraðila frá 15 ára aldri, eins og mælt er fyrir um í frumvarpi um mannanöfn sem nú er til umsagnar. Í umsögn sinni um frumvarpið bendir Barnaverndarstofa á að á Íslandi verði börn lögráða við 18 ára aldur

Frumvarpið er lagt fram af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og samkvæmt því getur barn sem orðið er 15 ára óskað eftir breytingu á nafni sínu. Kynna skal þeim er fara með forsjá barnsins um breytingu á nafni liggi, samþykki þeirra ekki fyrir.

Í frumvarpinu er mælt fyrir um að börn yngri en 15 ára, sem vilja breyta eiginnafni sínu eða kenninafni samhliða breytingu á skráningu kyns, þurfi að fá samþykki foreldra eða forráðamanna sinna. 

Barnaverndarstofa telur að þetta eigi að eiga við um öll börn til 18 ára aldurs, en ekki aðeins þau sem eru yngri en 15 ára.