Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sinfóníuhljómsveitin flytur óskalag frá gjörgæsludeild

Á meðan dyr tónlistarhúss landsmanna eru lokaðar sendir tónlistarhúsið Harpa sælustrauma til þeirra sem á vilja hlýða, stutt innslög fyrir alla í ýmsum myndum.

Í fyrsta streyminu, í dag miðvikudaginn 27. október kl. 17:00, leika þær Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir óskalag frá Orra Jökulsyni, hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild Landspítalans.
 Mynd: Sinfó

Sinfóníuhljómsveitin flytur óskalag frá gjörgæsludeild

28.10.2020 - 16:39

Höfundar

Harpa býður upp á tónlistarmola úr Norðurljósum næstu tvær vikurnar á meðan Harpa er lokuð og ekki er hægt að halda tónleika með áheyrendum.

Í fyrsta streyminu, sem er á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefst klukkan 17, leika þær Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir óskalag frá Orra Jökulsyni, hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild Landspítalans. 

Á föstudaginn telja fræknir jazztónlistarmenn frá Múlanum niður í fjörið og á laugardagsmorgnum fá krakkar á öllum aldri að fylgjast með ýmsum furðuverum sem finnast á kreiki í lokaðri Hörpu.