Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Ísraelsmenn og Líbanar ræðast við öðru sinni

28.10.2020 - 11:00
The distances to Jerusalem and Beirut are shown on a wall in the Rosh Hanikra border crossing between Israel and Lebanon in northern Israel, Wednesday, Oct. 14, 2020. Lebanon and Israel began indirect talks Wednesday over their disputed maritime border, with American officials mediating the talks that both sides insist are purely technical and not a sign of any normalization of ties. (AP Photo/Ariel Schalit)
 Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Önnur lota viðræðna Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu ríkjanna hófst í líbanska landamærum Naqura í morgun og er búist við að viðræðum verði framhaldið á morgun.

Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon og hafa samtökin og Bandaríkin milligöngu í þeim. Bæði ríki vilja ná árangri sem fyrst, en það gerir þeim kleift að hefja leit að olíu og gasi á landgrunninu fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Líbanar gera meðal annars tilkall til svæðis þar sem Ísraelsmenn eru þegar farnir að vinna gas. Viðræðurnar snúast eingöngu um þessi mál en  hafa engu að síður vakið vonir um frekari viðræður um frið milli ríkjanna.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV