Önnur lota viðræðna Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu ríkjanna hófst í líbanska landamærum Naqura í morgun og er búist við að viðræðum verði framhaldið á morgun.
Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon og hafa samtökin og Bandaríkin milligöngu í þeim. Bæði ríki vilja ná árangri sem fyrst, en það gerir þeim kleift að hefja leit að olíu og gasi á landgrunninu fyrir botni Miðjarðarhafs.
Líbanar gera meðal annars tilkall til svæðis þar sem Ísraelsmenn eru þegar farnir að vinna gas. Viðræðurnar snúast eingöngu um þessi mál en hafa engu að síður vakið vonir um frekari viðræður um frið milli ríkjanna.