Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Heimsmeistari í tveggja ára keppnisbann

epa06127455 Christian Coleman of the USA celebrates his silver medal after the men's 100m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 05 August 2017. Bolt placed third.  EPA/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA

Heimsmeistari í tveggja ára keppnisbann

28.10.2020 - 10:50
Rikjandi heimsmeistari í 100 metra hlaupi, Cristian Coleman, hefur verið úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann fyrir að mæta ekki í þrjú lyfjapróf í röð á einu ári.

Coleman, sem er 24 ára, mun því missa af Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári en hann vann til gullverðlauna í 100 metra hlaupi á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Doha í Katar á síðasta ári og sömuleiðis í boðhlaupi með bandaríska liðinu sama ár.

Nefnd heilinda í frjálsum íþróttum (e. Athletics Integrity Unit, AIU) úrskurðaði Colemann í bannið en tóku jafnframt fram að ekkert benti til að hann hefði misnotað lyf en hann hafi sýnt mikið kæruleysi með því að skrópa í prófin. Hann hefur færi á að áfrýja úrskurðinum til Alþjóðafrjálsíþrótta­sam­bands­ins en þá mun Alþjóðaíþrótta­dóm­stóll­inn taka málið fyr­ir. Fulltrúar Coleman hafa sagt að hann muni áfrýja úrskurðinum.