Coleman, sem er 24 ára, mun því missa af Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári en hann vann til gullverðlauna í 100 metra hlaupi á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Doha í Katar á síðasta ári og sömuleiðis í boðhlaupi með bandaríska liðinu sama ár.
Nefnd heilinda í frjálsum íþróttum (e. Athletics Integrity Unit, AIU) úrskurðaði Colemann í bannið en tóku jafnframt fram að ekkert benti til að hann hefði misnotað lyf en hann hafi sýnt mikið kæruleysi með því að skrópa í prófin. Hann hefur færi á að áfrýja úrskurðinum til Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins en þá mun Alþjóðaíþróttadómstóllinn taka málið fyrir. Fulltrúar Coleman hafa sagt að hann muni áfrýja úrskurðinum.