Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Eldurinn kviknaði út frá spjaldtölvu

28.10.2020 - 14:04
Slökkvilið Borgarbyggðar
 Mynd: Borgarbyggð - Ljósmynd
Eldur sem kom upp í tveggja hæða íbúðahúsi í Borgarfirði í byrjun júní í sumar átti upptök sín í spjaldtölvu sem hafði verið skilin eftir í hleðslu. Þetta segir Jón Sigurður Ólason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarnesi.

Jón segir að upptök eldsins hafi verið á stól í svefnherbergi á efri hæð hússins að næturlagi, en þar hafði spjaldtölvan verið sett í hleðslu. Einn íbúi þess hafi vaknað um nótt til og þá fundið reykjarlykt.

Fjögurra manna fjölskylda var í húsinu og komst fljótlega út af sjálfsdáðum.