Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Allir starfsmenn á Vogi fengu neikvætt úr skimun

28.10.2020 - 09:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sýni voru tekin úr öllum starfsmönnum á Sjúkrahúsinu Vogi í gær og reyndist enginn sýktur af veirunni. Allir sjúklingar verða skimaðir síðar í dag.

Öllum innlögnum á Vog var frestað eftir að smit greindust hjá sjúklingi og starfsmanni sjúkrahússins síðustu helgi. Sautján sjúklingar og fjórir starfsmenn eru í sóttkví.

Að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á sjúkrahúsinu, er niðurstaðan mikill léttir. Fái allir neikvætt úr sýnatökunni í dag verður aftur unnt að taka inn nýja sjúklinga á morgun.