Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

„Þetta er fordæmalaus harmleikur“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
„Þetta er fordæmalaus harmleikur,“ segir Þorgeir Margeirsson framkvæmdastjóri eldvarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um það sem fram hefur komið í rannsókn stofnunarinnar á brunanum sem varð í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 í júní í sumar.

Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber, hún er nú í umsagnarferli og verður kynnt í næsta mánuði. Þrír létust í brunanum og karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða þeirra og gert tilraun til að drepa tíu til viðbótar.

Að sögn Þorgeirs er skýrslan nú til efnislegrar umfjöllunar innan stofnunarinnar og hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hún verður síðan kynnt á árlegri ráðstefnu slökkviliðsstjóra sem verður haldin í nóvember.

„Í kjölfarið verður skýrslan gefin út,“ segir Þorgeir.