Svíþjóð hafði betur á heimavelli gegn Íslandi

epa08778519 Sweden's Stina Blackstenius (L) and Iceland's Glodis Perla Viggosdottirr (R) in action during the UEFA Women's EURO 2022 qualifying match between Sweden and Iceland at Old Ullevi Arena in Gothenburg, Sweden, 27 October 2020.  EPA-EFE/Bjorn Larsson Rosvall SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY

Svíþjóð hafði betur á heimavelli gegn Íslandi

27.10.2020 - 16:49
Svíþjóð hafði betur 2-0 gegn Íslandi í toppslag í F-riðli í undankeppni EM í Gautaborg í kvöld.

Með sigrinum eru Svíar komnir með 6 stiga forskot á toppi F-riðils en íslenska liðið á leik til góða. Fyrsta markið kom eftir 25 mínútna leik þegar Sofia Jakobsson kom Svíum í forystu eftir klaufagang í íslensku vörninni. Þá gerðist fátt markvert og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað en á 57. mínútu tvöfaldaði Olivia Schough forystu heimakvenna með þrumuskoti af löngu færi. Íslenska liðið fékk ekki mörg færi það sem eftir lifði leiks, né það sænska og urðu lokatölur 2-0 sigur Svíþjóðar í Gautaborg.

Svíþjóð er nú með 19 stig á toppi riðilsins eftir 7 leiki en Ísland er í öðru sætinu með 13 stig eftir 6 leiki og á því leik til góða á Svíþjóð. Slóvakía er í þriðja sæti með 10 stig, Ungverjaland þar fyrir neðan með 7 stig og Lettland án stiga á botni riðilsins.

Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Slóvakíu þann 26. nóvember í Slóvakíu.

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Við setjum þetta til hliðar og komum okkur á EM“

Fótbolti

Myndskeið: Mörk Svíþjóðar gegn Íslandi

Fótbolti

Katrín sér ekki landsleikinn: „Fáránleg tilviljun“

Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð