Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Öldungadeildin staðfestir skipun Amy Coney Barrett

epa08776554 US Supreme Court Justice Clarence US President Donald J. Trump (C) speaks before US Supreme Court Justice Clarence Thomas swears in Judge Amy Coney Barrett (L) as an Associate Justice of the Supreme Court during the constitutional oath ceremony on the South Lawn of the White House in Washington, DC, USA, 26 October 2020. Judge Barrett was nominated by President Trump to fill the vacancy left by Justice Ruth Bader Ginsburg who passed away in September.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu skipun Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara nú skömmu eftir miðnættið að íslenskum tíma.

Atkvæði féllu þannig að 52 voru með en 48 á móti. Susan Collins öldungadeildarþingmaður frá Maine var eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn skipun Barrett. Collins hafði lengi látið í ljósi efasemdir um að kjósa nýjan hæstaréttardómara svo skömmu fyrir forsetakosningar.

Amy Coney Barrett er þriðji hæstarréttardómarinn sem skipaður er af Donald Trump en búist við að dómurinn verði íhaldssamari en áður. Þá verða sex íhaldssamir dómarar en þrír frjálslyndir. Hún hefur þegar svarið eið að stjórnarskránni og hefur nú þegar tekið til starfa sem hæstaréttardómari.

„Þetta er þýðingarmikill dagur fyrir Bandaríkin, fyrir stjórnarskrána og fyrir það að sanngjörn og óvilhöll framkvæmd laga verður tryggð,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þingmenn og aðra gesti á lóð Hvíta hússins. 

Amy Coney Barrett er 48 ára og því er líklegt að hún verði dómari um áratuga skeið enda skipað í dóminn ævilangt. Hún tekur sæti Ruth Bader Ginsburg sem lést í síðasta mánuði en aldrei á síðari tímum hefur öldungadeildin verið jafnfljót að ljúka því ferli sem þarf til að unnt sé að skipa nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna.