Að minnsta kosti fjórir nemendur fórust í morgun þegar sprengja sprakk í klerkaskóla í borginni Peshawar í Pakistan. Tugir til viðbótar særðust, þar á meðal tveir kennarar.
Yfirmaður lögreglu í borginni segir í samtali við AFP fréttastofuna að einhver hafi skilið poka með sprengiefni eftir í skólanum. Talið er að viðkomandi hafi yfirgefið bygginguna áður en sprengjan sprakk.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Nokkuð friðsamlegt hefur verið í Pakistan undanfarna mánuði og ár en Peshawar var um langa hríð miðpunktur mikilla átaka í landinu.
Þúsundir féllu í valinn í átökum stríðandi afla. Um mitt ár 2014 hóf pakistanski herinn skipulega að eyða bækistöðvum herskárra afla á svæðinu.
Aðgerðir voru enn hertar eftir að innfæddur Talibani varð meira en 150 að bana, mestmegnis skólabörnum í Peshawar í desember 2014.
Enn eru þó gerðar mannskæðar árásir á borð við sem gerð var í klerkaskólanum í morgun.