Þetta er fimmta plata Mammút en sú á undan, Kinder Version, kom út 2017. Þær Katrína Mogensen söngkona og Ása Dýradóttir bassaleikari segja hljómsveitina vera á rólegri slóðum á þessari plötu. „Kinder Version var hálfgert tilfinningahryðjuverk. Við þurftum að lenda á aðeins rólegri stað. Bæði vinnslan og lagasmíðarnar eru miklu yfirvegaðri.“