Öllum hefðbundnum fundum sem fara áttu fram í dag í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um kórónuveirusmit hjá fimm starfsmönnum einnar aðildarþjóðarinnar. Heilsugæsluþjónusta stofnunarinnar mælti með því að starfsfólkið hittist sem minnst vegna þessa, að því er kemur fram í tilkynningu frá forseta allsherjarþingsins.