Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kórónuveirusmit í höfuðstöðvum SÞ

epa04947535 United Nations Headquarters' General Assembly Building (L) and Secretariat Building (R) in New York City, New York, USA, 24 September 2015. Pope Francis will address the UN General Assembly 25 September and the UN Development Summit and General Assembly will take place from 25 September through 03 October with more than 150 heads of state in attendance.  EPA/MATT CAMPBELL
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Mynd: EPA
Öllum hefðbundnum fundum sem fara áttu fram í dag í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um kórónuveirusmit hjá fimm starfsmönnum einnar aðildarþjóðarinnar. Heilsugæsluþjónusta stofnunarinnar mælti með því að starfsfólkið hittist sem minnst vegna þessa, að því er kemur fram í tilkynningu frá forseta allsherjarþingsins.

Ekki kemur fram hverrar þjóðar starfsmennirnir eru sem veiktust. Fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að þeir séu frá Níger, sem á sæti í öryggisráðinu um þessar mundir. Fundur var fyrirhugaður í því í dag. Hann verður haldinn, en með fjarfundarbúnaði. Þetta er í fyrsta sinn sem þarf að aflýsa fundum í höfuðstöðvunum frá því að heimsfaraldurinn braust út í vetur. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV