Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Icelandair getur haldið út til 2022

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV
Heildartekjur Icelandair hafa lækkað um 81% frá síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá félaginu sem birt var í Kauphöllinni kvöld.

Á hinn bóginn kemur fram að tekjur af fraktflutningum jukust um 16%. Eiginfjárhlutfall félagsins nam um 26 prósentum í lok fjórðungsins en það er um 40,7 milljarðar króna, eigið fé er um 55 milljarðar króna.

Að sögn Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair Group er gert ráð fyrir áframhaldandi lágmarks starfsemi næstu vikur en með hlutafjárútboðinu í september og styrkri lausafjárstöðu telur hann félagið geta haldið úti með lágmarksþjónustu og sölu til ársins 2022.