Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Handtóku Íslending á flótta grunaðan um barnaníð

27.10.2020 - 22:54
Mynd með færslu
 Mynd: La Policía Nacional
Lögreglan á Spáni handtók í dag Íslending sem er sagður er hafa verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Danmörku fyrir að hafa misnotað dóttir sína kynferðislega og beitt hana öðru líkamlegu ofbeldi. Hann er einnig sakaður um vörslu barnaníðsefnis.

Samkvæmt lögreglunni áttu brotin sér stað bæði á Íslandi og í Danmörku frá 2006 til 2010. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hann hafi nauðgað dóttir sinni tíu sinnum þegar hún var yngri en tólf ára.

Gefin var út evrópsk handtökuskipan á hendur manninum í byrjun sumars eftir að hann flúði Danmörku.  Hann var handtekinn í bænum Benisa á Alicante í dag en lögreglan hafði vaktað aðsetur hans þar síðustu daga.

Fréttin hefur verið uppfærð.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV