Fallegar myndir af ljómandi himni

Fjöldi fólks sendi fréttastofu myndir.
Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - Aðsendar myndir
Himinninn ljómaði á Suðvesturhorninu við sólarupprás í morgun. Fjöldi fólks sendi fréttastofu ljósmyndir af dýrðinni. Hér birtist aðeins brot af því sem okkur var sent. Fjöldi fólks gerði lykkju á leið sína í morgun til þess að dáðst af litadýrðinni á himninum í morgunroðanum.

Ívar Þór Steinarsson tók þesa fallegu mynd yfir Rauðavatn í morgun. Hæst í fjallgarðinum í bakgrunni rís Vífilfell.

Jóhanna Arnórsdóttir tók þessa fínu mynd í kirkjugarðinum í Hafnarfirði.

Það var fámennt við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík þar sem Hildur Björgvinsdóttir tók þessa mynd. Þar hópast yfirleitt ferðamenn og taka af sér myndir, þegar eðlilega árar. Nú njótum við Íslendingar fegurðarinnar þar.

Gunnar Hólmsteinn sendi okkur þessar mynd frá Álftanesi.

Grétar Ívarsson sendi okkur þessa flottu mynd. Hún er tekin klukkan 8:45 af svölum efri hæðar að Öldugötu 4, í gamla vesturbænum í Reykjavík. Í forgrunni Öldugata 2 og hús við Garðastræti.

Í austurbæ Reykjavíkur eru fallegar götur. Þar á meðal er Hólmgarður. Hallgrímur I. Jónsson sendi okkur þessa mynd og fullyrti að þetta sé fallegasta gata í Reykjavík.

Olga Björt Þórðardóttir sendi okkur þessa fallegu skýjamynd.

Finnbogi Helgason sendi okkur þessa mynd úr Kópavogi. Þarna sjást í forgrunni blokkirnar sem risið hafa í Lindahverfinu.

Emma Dröfn Kristrúnardóttir sendi okkur þessa mynd úr Skarðshlíð í Hafnarfirði. Myndin er tekin klukkan 8:30.

Þráinn Hauksson kallar þessa mynd Roðinn í austri. Það er réttnefni.

Steindóra Bergþórsdóttir tók þessa glæsilegu mynd í Hafnarfirði. Þarna má sjá ýmsar skýjamyndir, ef vel er að gáð.

Það hægðist á morgunumferðinni á höfuðborgarsvæðinu þegar dýrðin var sem mest. Stefán Þór Steindórsson stillti sér upp við Bústaðaveg og Kringlumýrarbraut og náði þessari flottu mynd um klukkan hálf níu.

Jónatan Garðarsson sendi okkur þessa mynd úr Hafnarfirði. „Þetta er beint yfir Ásfjalli,“ skrifar Jónatan. En slakkinn vinstra megin við Ásfjall heitir Dagmálahvammur. Það nafn varð ekki til fyrir einskæra tilviljun.“

Ólöf Ingibjörg sendi okkur þessa úr Grafarholti í Reykjavík. Litadýrðin er ofboðsleg.

27.10.2020 - 11:38