Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Bilun í Skálafelli truflaði útsendingar Rásar 1 og 2

27.10.2020 - 09:47
Vegna bilunar í útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 frá Skálafelli heyrðust ekki útvarpsrásirnar víða á Suðvestur- og Vesturlandi. Bilunin hafði áhrif á aðra senda sem miðla útvarpsrásunum áfram til hlustenda.

Uppfært klukkan 9:55 - Fullri þjónustu hefur verið náð. Rás 1 og Rás 2 nást nú aftur á hefðbundnum útvarpstíðnum.

Hægt er að ná útsendingum Rásar 1 og Rásar 2 á vef RÚV, í öppum RÚV og í sjónvarpsdreifikerfum símafélaganna.

Hlustendur í hluta höfuðborgarsvæðisins heyra útvarpsrásirnar frá Skálafelli sem dreifir útvarpssendingunni á aðra senda. Þeir eru:

  • Sandgerði
  • Grindavík
  • Brattabrekka
  • Strútur í Borgarfirði
  • Holtavörðuheiði
  • Skáneyjarbunga í Borgarfirði

Auk þessa staða nær sendirinn til hluta sunnanverð Snæfellsnes og uppsveita Sunnanlands. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV